Heimsins besta glúteinlausa pizzan

Líka hægt að nota sem vefjur

Upprunalega frá Ebbu Guðnýju og Oddrúnu (heilsumamman.is)

Innihald fyrir eina 9” pizzu

2 tsk. Fiber husk
1 dl. soðið vatn
2 dl glúteinlaust mjöl (möndlumjöl, hafrahveiti, glúteinlaus mjölblanda) Gott að blanda
saman tveimur tegundum, td. 1 dl. möndlumjöl og einn dl. haframjöl.
2 msk. ólífuolía
½ tsk salt
1 msk. Þurrkað oreganó eða villijurtir frá Pottagöldrum. Getur líka notað krydd að
eigin vali.

Aðferð: 

1. Sjóðið vatn og hrærið saman vatið og huskið.

2. Setjið rest af þurrefnum í skál og blandið saman

3. Bætið huskblöndunni út í skálina og blandið öllu saman.

4. Gott að hnoða aðeins með höndunum, eða setja á sig gúmmihanska.
Hnoða þar til þú ert komin með mjúkan bolta.

5.Fletjið út á bökunarpappír.

6. Bakið botninn í  ca. 7 mín við 200°(blástur).   Snúðu honum svo við
og bakaðu í 6-7 mín. í viðbót.

Þá er botninn tilbúinn. Mér finnst best að smyrja hann með rauðu pestói
og steikja lauk, sveppi og kúrbít á pönnu og nota sem álegg. Síðan toppa
ég með möndluparmesan, kasjúmæjó og jafnvel ferskum ávöxtum eins
og jarðaberjum.
Ef þú vilt hafa bráðinn ost þá seturðu álegg að eigin vali á pizzuna, toppar
með osti og bakar í smá stund í viðbót eða þar til osturinn er bráðnaður.