Hafraklattar án glúteins

2 ½ bolli glúteinlausir hafrar
1 bolli möndlumjöl
1 bolli saxaðar brasilíuhnetur
1 bolli jurtamjólk
½ bolli hempfræ
200 gr. brætt smjör (má líka vera kókósolía)
1/3 bolli döðlusíróp
1/3 bolli hlynsíróp
2 egg
2 tsk. vínsteinslyftiduft
2 tsk. sjávarsalt
90 gr. 70 eða 85% súkkulaði saxað


Þurrefnin sett í skál og blandað saman allt nema saxaða súkkulaðið. Síðan er eggjum og
smjöri bætt útí. Aðeins látið standa þannig að blandan kólni aðeins (bara þannig að
súkkulaðibitarnir bráðni ekki þegar þeim er bætt út í) og þá súkkulaðibitunum bætt við og
blandað.


Bakað við 180 ° hita í 10-12 mín. eða þar til þær eru orðnar gylltar.

Ef þið viljið hafa klattana sætari þá er hægt að bæta við vel þroskuðum og stöppuðum
banana eða auka magnið af hlynsírópi eða döðlusírópi.


Verði ykkur að góðu : )