Árið 2020 eru allar tilfinningar leyfilegar…

Ég er sár því ….. Ég er reið útí x því hann kom svona fram við mig….
Ég er afbrýðissöm vegna þess að … Ég er mjög leið því að … o.s.frv.
Það besta er að ég var að læra að ég þarf ekki að skammast mín fyrir þessar
tilfinningar.
Tilfinningar eru hvorki réttar né rangar. Hljómar algjörlega “basic” en vá hvað
þetta var mikil hugljómum fyrir mig þegar mér var kennt þetta um daginn.
Þetta var mikilvægt fyrir mig að læra því þú getur ekki ímyndað þér hvað ég hef
oft skammast mín fyrir allskonar tilfinningar og reynt að bæla þær niður, eins og
“óþarfa viðkvæmni” er það sem kemur fyrst upp í hugann. “koma svo Margrét”
ætlar þú að verða leið yfir þessu? Hvaða aumingi ertu?
Svissneski sálfræðingurinn Carl Jung sagði “what you resist persists” Orðið
“resist” þýðir að fela, neita eða bæla niður. Jung talaði um að þegar sjúklingar
hans reyndu að bæla niður neikvæðar tilfinningar þá höfðu þær tilhneigingu til
að stækka og taka meira pláss. Hans ráðlegging var að taka við öllum
tilfinningum án þess að dæma þær.
Neikvæðar tilfinningar eins og höfnun, reiði, óöryggi, afbrýðisemi, vonbrigði
o.s.frv. eru ekki rangar eða slæmar í sjálfu sér. Tilfinningar hafa ekki siðferðilegt
gildi. Við erum ekki “vond” þótt við upplifum slíkar tilfinningar.
Tilfinningar gefa okkur merki um að dýpra innra með okkur er þörf sem við
ættum að vera í snertingu við.
Tilfinningar okkar eru jafn persónuleg einkenni okkar og fingraförin okkar. Við
sýnum hvert og eitt, okkar persónulegu tilfinningalegu viðbrögð í hinum
mismunandi aðstæðum. Þess vegna getum við ekki kennt öðrum um að vera
orsakavaldar að tilfinningum okkar.
Það er þvi ekki spurning um að rökræða tilfinningar okkar heldur að segja frá
þeim. Það að uppgötva og tjá tilfinningar okkar án þess að dæma þær því þær
hjálpar okkur að skilja okkur betur og þá sem við eigum í tilfinningalegu
sambandi við.
Dæmi; Einhver mér nákominn segir eitthvað við mig sem særir mig. Viðkomandi
gerir sér enga grein fyrir því að hafa sært mig með orðum sínum. Ég er of stolt til
að viðurkenna að ég sé særð. Ég hugsa aftur og aftur um hvað var sagt við mig og
hvernig það var sagt og ég upplifi höfnun. Ég dæmi tilfinningar mínar og segi við
sjálfa mig “vá hvað þú ert ýkt viðkvæm manneskja! Þú ert nú meiri auminginn!
Hin leiðin sem er mun heilsusamlegri er að standa með sjálfri mér og
tilfinningum mínum og viðurkenna þær án þess að skammast mín fyrir þær. Í því
samhengi hefði ég til dæmis sagt “það sem þú sagðir við mig særði mig……..”

Allar tilfinningar eru leyfilegar það er bara spurning í hvaða farveg við beinum
þeim og hvað við gerum við þær.
What you resist persist…………
Gleðilegt tilfinningaár 2020
tilfinningar eru hvorki réttar né rangar